Soffía Auður tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna
Í síðustu viku var Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn, tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Orlandó – ævisaga eftir Virginiu Woolf.
Orlandó – ævisaga er í hópi merkustu skáldsagna Virginiu Woolf og sú skemmtilegasta að margra áliti. Í bókinni leikur höfundur að sér að ævisagnaforminu og þarf „ævisagnaritarinn“ að kljást við ýmis...
Stafafellskirkja – hið fegursta hús
Í ár eru liðin 150 ár frá því að núverandi kirkja í Stafafelli var vígð. Áður var þar torfkirkja en Stefán Jónsson frá Hlíð segir svo frá; „Eftir kristnitökuna mun kirkja hafa verið sett á Stafafelli ekki löngu síðar. Kirkjan var helguð Maríu mey, því kölluð Maríukirkja. Fyrstu heimildir um kirkjuna eru frá 1201, þá syngur Guðmundur biskup góði...
Meistaraflokkur kvenna
Meistaraflokkur kvenna er á blússandi siglingu þessa dagana og eru þær í 2. sæti 1. deildar kvenna eftir að hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni með markatölunni 9-2. Chestley Strother, Phoenetia Browne, og Shameeka Fishely hafa skorað þrjú mörk hver fyrir Sindra og hin bráðefnilega Salvör Dalla Hjaltadóttir hefur skorað eitt mark. Strákarnir okkar bíða enn eftir...
Nýir útgefendur að Eystrahorni
Fyrir um 8 árum var útgáfa Eystrahorns endurvakin af Alberti Eymundssyni eftir hvatningu og áskorun frá fjölmörgum íbúum Sveitarfélagsins Hornarfjarðar. Eystrahorn er mikilvægur miðill fyrir samfélagið og nú er komið að nýjum kafla í útgáfu blaðsins. Albert hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir vel unnið starf í þágu Eystrahorns og Hornafjarðar og höfum við hjónin, Tjörvi Óskarsson...
Hafnarhittingur
Í nútímasamfélagi þar sem töluvert er um streitu, þunglyndi, kvíða og félagslega einangrun er mikilvægt að hlúa að aðstæðum sem vinna gegn þessum þáttum. Fjölskyldan og góð félagsleg tengsl er það sem hefur hvað mest vægi til að vinna gegn þessum neikvæðu þáttum. Hafnarhittingur er framlag nemenda og starfsmanna Grunnskólans til að styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og bæta...