Vinna hafin við gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand
Miðvikudaginn 16. janúar s.l. gerði Vatnajökulsþjóðgarður samninga við þrjár rannsóknarstofnanir á Hornafirði varðandi vinnu og ráðgjöf við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand. Ráðgjafahópurinn samanstendur af starfsmönnum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturlands og Nýheima þekkingarseturs. Það sýnir styrk og fjölbreytni í atvinnulífi Hornafjarðar að hafa til staðar fagaðila heima í héraði sem geta tekið að sér verkefni...
Vetraropnun í Gömlubúð
Til þess að koma til móts við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu yfir vetrartímann, höfum við tekið þá ákvörðun að lengja vetrar-opnunartímann í Gömlubúð. Frá og með 1. október verður opið frá kl. 9 til 17, alla daga vikunnar. Við viljum einnig minna ferðaþjónustuaðila á að okkur er það ljúft og skylt að taka á móti hópum, stórum sem...
Soffía Auður tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna
Í síðustu viku var Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn, tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Orlandó – ævisaga eftir Virginiu Woolf.
Orlandó – ævisaga er í hópi merkustu skáldsagna Virginiu Woolf og sú skemmtilegasta að margra áliti. Í bókinni leikur höfundur að sér að ævisagnaforminu og þarf „ævisagnaritarinn“ að kljást við ýmis...
Hvað er Kiwanis ?
Oft erum við spurðir hvað Kiwanis er.
Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa það að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna.
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir....
Ráðstefna um loftslagsmál á Hornafirði
Þann 22. nóvember næstkomandi verður haldin loka ráðstefna verkefnis sem kallast CLIMATE. Það er verkefni sem leitast við að finna lausnir til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. CLIMATE leiðir saman ólíka hagsmunaaðila með það sjónarmið að vinna að lausnum fyrir fjögur mismunandi svæði; Norður Írland, Svíþjóð, Lýðveldið Írland og Færeyjar. Auk þess eru...