Loksins kemur 14. maí
Þann 14. maí lýkur loksins einu erfiðasta kjörtímabili, meirihluta, í seinni tíð í Sveitarfélaginu Hornafirði. Tímabil átaka, kærumála og sundrungar. 14. maí næstkomandi munum við enda þetta átakatímabil og ganga til kosninga, kosninga sem vonandi munu snúast um framtíðarsýn og breytingar.
Íþróttamannvirki og efndir
Í fundargerð bæjarstjórnar...
Fléttubönd
Bókaforlagið Ormstunga gefur út bókina Fléttubönd eftir Stefán Sturlu.
Þetta er önnur bókin í glæpasögu þríleiknum um Lísu og samstarfsfólk hennar. Fyrsta bókin Fuglaskoðarinn kom út fyrir ári og naut mikilla vinsælda.
Hver bók er sjálfstæð saga. Tíminn sem líður í söguheimi bókanna er sá sami og tíminn milli útgáfu bókanna. Við kynnumst því stöðu sögupersónanna og hvernig líf þeirra snýst...
Ferðabók Eggerts og Bjarna
Kolbrún Ingólfsdóttir afhenti sveitarfélaginu einstakt eintak af ferðabók Eggerts og Bjarna. Kolbrún S. Ingólfsdóttir og eiginmaður hennar Ágúst Einarsson komu að Hala þann 13. október sl. þar sem Kolbrún færði sveitarfélaginu til varðveislu frumútgáfu af ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar en bókin er gefin út á dönsku árið 1772 mun bókin vera eitt af sex eintökum sem til...
Lesið í landið – Vinnustofa og málþing í Suðursveit 1. mars
Lesið í landið heitir vinnustofa á vettvangi sem fer fram föstudaginn 1. mars kl. 13 í Suðursveit þar sem verbúðir voru á 16. öld í Kambstúni vestan við Hestgerðiskamb. Vinnustofunni stýrir Þuríður E. Harðardóttir, minjavörður Austurlands. Meðal þess sem kennt verður í vinnustofunni er hvernig hægt er að nýta snjallsíma til að skrásetja menningarminjar.
Eftir að vinnustofunni lýkur verður haldið...
Balkan kvöld á Hafinu
Laugardaginn 8. desember buðu íbúar Hafnar frá Balkanskaganum öllum íbúum sveitarfélagsins í partý á Hafið. Nikolina Tintor ein af skipuleggjendunum segir að með viðburðinum hafi þau viljað skapa vettvang fyrir íbúa til að hittast og leyfa fólki að upplifa skemmtun með tónlist frá Balkanskaganum. Hún segir viðburðinn hafa tekist ótrúlega vel og vonum framar, mætingin hafi verið góð og...