Lokahóf Golfklúbbs Hornafjarðar
Lokamótin í mótaröð Medial og Prósjoppunnar voru haldin á laugardaginn og þá var jafnframt lokahóf GHH í Skálanum. Enginn fór tómhentur heim og voru þeir sem ekki fengu verðlaun dregnir út svo allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir sumarið. Róbert Marvin Gunnarsson og Halldór Sævar Birgisson fóru báðir holu í...
Sporthöllin heldur áfram
Það gleður okkur í Sporthöllinni að við höldum starfseminni áfram næstu tvö árin og gefum öllum Hornfirðingum tækifæri á að stunda líkamsrækt áfram.
Að búa í heilsueflandi samfélagi spilar hreyfing stórt hlutverk þar sem kyrrseta ógnar heilsu manna og er ört vaxandi vandamál. Ein af viðurkenndum leiðum í undirbúningi lýðheilsustefnu er að auka aðgengi íbúa að hinum ýmsu...
Hlaupahópur Hornafjarðar byrjar sitt annað hlaupaár
Hlaupahópur Hornafjarðar nálgast ársafmælið, en fyrsta æfing hópsins fór fram 5. september fyrir tæpu ári síðan. Hópurinn er starfræktur í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf Sindra. Við stofnun setti hópurinn sér það meginmarkmið að efla og fjölga hlaupurum á Hornafirði og bæta lífsgæði einstaklinga með því að geta hlaupið sér til gleði og heilsubótar. Það er ekki annað...
Íslandsmót 5. deildar karla á Silfurnesvelli
Dagana 12. – 14. ágúst var mikið líf og fjör á Silfurnesvelli þegar Íslandsmót 5. deildar karla í golfi var haldið á vellinum. Keppendur komu víða að, frá Ólafsvík, Grundafirði, Dalvík og Egilsstöðum. Í sveit GHH voru þeir Halldór Sævar Birgisson, Halldór Steinar Kristjánsson, Óli Kristján Benediktsson, Jón Guðni Sigurðsson, Kristinn Justiniano Snjólfsson og Sindri Ragnarsson. Fyrirfram...
Líflegt sumar hjá Golfklúbbi Hornafjarðar
Mótahald hjá Golfklúbbi Hornafjarðar hefur verið fjörugt það sem af er sumri, fjöldi móta hefur verið haldinn og margir keppendur hafa tekið þátt sem er sérstaklega ánægjulegt. Í júlí var haldið golfnámskeið og golfmót fyrir börn sem um 30 börn sóttu undir handleiðslu þeirra Steinars Kristjánssonar og Sindra Ragnarssonar. Sérstaklega vel heppnað og gaman að sjá áhugann...