Dollumót körfuknattleiksdeildar Sindra
Það er komin upp hefð hjá okkur í Körfuknattleiksdeild Sindra að halda svokallað Dollumót með meistaraflokkum og yngri flokkum. Þann 22. febrúar var það meistaraflokkur karla og strákar í 6.-10. bekk sem skemmtu sér saman. Sigurvegari var Kasper, og lentu Elli og Jahem í öðru og þriðja sæti. Fyrirmyndir meistaraflokka skipta öllu máli í uppbyggingu yngri flokkanna...
Golfkennsla fyrir börn, unglinga og alla áhugasama
Um miðjan janúar kom golfkennarinn Brynjar Örn Rúnarsson og hélt skemmtilegt námskeið fyrir börn og unglinga. Kennslan var mjög vel sótt og er kærkomin viðbót við golftímabilið og gefur fögur fyrirheit fyrir gott golfsumar 2020. Einnig voru einkatímar í boði hjá Brynjari Erni og var vel látið að þeim tímum. Kvennagolfið hefur heldur betur rifið starfsemi golfklúbbsins...
Það er alltaf gleði og gaman á Unglingalandsmóti
Sjálfboðaliðar við undirbùning Unglingalandsmòts.
Frjálsíþróttadeildin ætlar hér aðeins að fara yfir árið í máli og myndum. Eins kunnugt er var haldið hér á Höfn stórglæsilegt Unglingalandsmót um Verslunarmannahelgina. Bærinn fylltist af ungmennum með fjölskyldum sínum og hægt var að keppa í fjölmörgum greinum eins og kökuskreytingum, strandblaki, körfubolta, hjólreiðum svo fátt eitt sé...
Ungmennafélagið Sindri 85 ára
Ágætu lesendur. Hratt flýgur stund. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem við hjá UMF Sindra héldum upp á 75 ára afmæli félagsins. Margir iðkendur félagsins eru kannski ekki á sama máli og finnst þessi ár hafa verið lengi að líða því þeir hafa beðið óþreyjufullir eftir að stækka og eflast til að gera...
Fyrsti sigur MFL. karla í körfubolta á þessum vetri
Sindri sigraði Skallagrím í Borgarnesi 71-80 sunnudaginn 3. nóvember og eru því komnir áfram í 16. liða úrslit Geysisbikarsins. Sindramenn komu ekki nógu vel stemmdir til leiks í upphafi og náði Skallagrímur mest 13 stiga forustu í fyrri hálfleik. Sindramenn náðu þó að klóra í bakkann og rétta stöðuna af fyrir hálfleik og gengu Skallagrímsmenn með 6...