Afmælismálþing Rannsóknasetursins
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir en setrið var stofnað í nóvember 2001. Af því tilefni verður ársfundur rannsóknasetra haldinn á Höfn 23.-24. mars og fyrri daginn verður boðað til veglegs afmælismálþings í Nýheimum þar sem starfsmenn nokkurra setra munu kynna rannsóknaverkefni sín. Ýmsir gestir koma til þess að taka þátt...
Strandveiðifélag Íslands stofnað
Strandveiðifélag Íslands, félag um réttlæti í sjávarútvegi, var stofnað laugardaginn 5. mars sl. í gamla Stýrimannaskólanum að Öldugötu 23. Um 170 stofnfélagar höfðu skráð sig fyrir fundinn. Um 50 stofnfélagar mættu á hann og auk þess fylgdust um 60 félagsmenn með streymi af fundinum. Gunnar Ingiberg Guðmundsson, skipstjóri, var kjörinn formaður félagsins og 9 manns kjörin í...
Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður í samstarf um framtíðarsýn í húsnæðsmálum á Höfn
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs skrifuðu undir viljayfirlýsingu á stjórnarfundi þjóðgarðsins sem var haldinn í Hoffelli þriðjudaginn 22. febrúar s.l. Markmið samstarfsyfirlýsingarinnar er að vinna hugmyndavinnu sem miðar að því að bæta skrifstofuaðstöðu hjá starfsfólki þjóðgarðsins á Höfn og að skoðaðir verði möguleikar á því að setja upp gestastofu með áherslu á jöklasýningu í...
Heildstæð námskrá í ferðaþjónustu
Í janúar á síðasta ári fékk FAS það verkefni að móta og skrifa heildstæða námskrá í ferðaþjónustu. Þetta verkefni var unnið náið með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Um er að ræða nám með námslokum á öðru þrepi, þriðja þrepi og stúdentsprófi. Í hverjum námslokum er sameiginlegur kjarni og sérhæfing. Sérhæfingarnar á öðru þrepi eru móttaka, veitingar...
Varða – Afrakstur vinnustofu á Breiðamerkursandi
Í september síðastliðnum var haldin vinnustofa á Breiðamerkursandi á vegum Vörðu verkefnisins. Afrakstur þessarar vinnustofu var skjal með hugmyndum og ráðleggingum franskra ráðgjafa í vinnustofunni.
Varða er samstarfsverkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
21. apríl 2021 tilkynnti þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, að Jökulsárlón í...