Matthildur Ásmundardóttir ráðin bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Hornafirði
Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU Hornafirði hefur verið ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Matthildur er 40 ára gömul og hefur undanfarin sex ár starfað sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði. Áður starfaði hún sem sjúkraþjálfari hjá HSSA og sjálfstætt á eigin stofu.
Matthildur lauk BSc í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 2002, MSc í íþrótta- og heilsufræði frá HÍ árið 2011 og Verkefnastjórnun og...
Hrafnavellir Guesthouse
Um síðustu helgi opnaði gististaðurinn Hrafnavellir Guest House með þessu dásamlega útsýni yfir sléttuna vestan til í Lóninu. Eigendurnir Unnsteinn Steindórsson og Sigurjón Steindórsson og fjölskylda eru að vonum ánægð enda mikil vinna og tími farið í uppbygginguna. Þar með hefur bæst við gistiflóruna austan við Höfn. Gistihúsin eru 7 talsins, svo kölluð Jöklahús og 1 þjónustuhús sem er...
Kaffihús í Golfskálanum
Nú í byrjun sumars opnaði Cafe Tee í Golfskálanum við Silfurnesvöll. Þau sem reka kaffihúsið eru Arndís Lára Kolbrúnardóttir og sambýlismaður hennar Barði Barðason en þau komu til Hafnar fyrir um tveimur árum og líkar mjög vel hér. Þau höfðu alltaf haft kaffihúsa/bar draum og þegar þau sáu tækifærið að láta báða rætast létu þau slag standa. Kaffihúsið opnaði...
Fiskbúð Gunnhildar opnuð á Höfn
Búðin opnar laugardaginn 30. júní kl. 15:30 og verður opin til 17:30 en mánudagurinn 2. júlí mun vera fyrsti almenni opnunardagurinn.
Fiskbúð Gunnhildar er staðsett að Víkurbraut 4, norðurenda. Til að byrja með mun verslunin vera opin 4 daga í viku, mánudag til fimmtudags, frá kl 14:00 til 18:00. Á boðstólum verða ferskur fiskur, þorskur, ýsa, og aðrar skemmtilegar fisktegundir....
Ný bókunarsíða Ríkis Vatnajökuls
Í ríki Vatnajökuls hefur byggst upp öflug ferðaþjónusta með úrvali afþreyinga, gistinga og veitingastaða og nú er ferðaþjónusta önnur af stærstu atvinnugreinunum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Matvæla-, menningar- og ferðaþjónustuklasinn Ríki Vatnajökuls ehf. er nú kominn á sitt ellefta starfsár og eru hluthafar í kringum áttatíu og má segja að flestir þeirra starfi við afþreyingu, gistingu, veitingaþjónustu og í tengdum...