Ný bókunarsíða Ríkis Vatnajökuls
Í ríki Vatnajökuls hefur byggst upp öflug ferðaþjónusta með úrvali afþreyinga, gistinga og veitingastaða og nú er ferðaþjónusta önnur af stærstu atvinnugreinunum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Matvæla-, menningar- og ferðaþjónustuklasinn Ríki Vatnajökuls ehf. er nú kominn á sitt ellefta starfsár og eru hluthafar í kringum áttatíu og má segja að flestir þeirra starfi við afþreyingu, gistingu, veitingaþjónustu og í tengdum...
Nýr kirkjuvörður og Stafafellskirkja 150 ára
Á vordögum var aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar (Hafnarkirkju og Stafafellskirkju) og kirkjugarðanna í sókninni haldinn. Starfsemi í Hafnarkirkju er umfangsmeiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Því er ástæða til að gera safnaðarmeðlimum og íbúum í stuttu máli grein fyrir starfseminni.
Í ársskýrslu formanns kemur fram að kirkjustarfið var með hefðbundnu sniði eins og búast má við. Þó mátti sjá áherslubreytingar...
Nýjung í samskiptaformi á heilsugæslunni á Hornafirði
Heilsuvera.is er vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Heilsugæslan á Hornafirði býður upp á þjónustu í gegnum heilsuveru. Allir einstaklingar hafa aðgang að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu. Einnig geta einstaklingar á starfssvæði HSU Hornafirði pantað tíma á...
Sumaráhrifin og lestur
Sumarleyfi grunnskólabarna er handan við hornið og mörg þeirra farin að líta hýru auga til þess að þurfa ekki að vakna snemma, taka sig til fyrir skólann og læra heima. Íslensk grunnskólabörn eru að jafnaði í 10-11 vikna sumarfríi þar sem þau eru laus undan stundatöflu og skólabjöllu. Þetta langa frí er eflaust mörgum kærkomið en það er hins...
Útskrift hjá fræðslunetinu
Þann 29. maí síðastliðinn var útskrift Fræðslunets Suðurlands. Að þessu sinni útskrifuðust 11 nemendur úr Fagnámi í umönnun fatlaðra, þrír fengu afhentar niðurstöður úr raunfærnimati fyrir félagsliða og einn nemandi útskrifaðist sem félagsliði af félagsliðabrú.
Allir þeir sem luku námi sínu þetta vorið hjá Fræðslunetinu eru starfsmenn sveitarfélagsins og var fagnámið liður í endurmenntun heimaþjónustudeildar. Endurmenntun er mikilvæg til að...