Hornafjörður, sveitarfélag með vistvænum samgöngum og auknu íbúalýðræði
Í athyglisverðri forsíðugrein í Eystrahorni 9. maí s.l. kynnir Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi þátttöku Sveitafélagsins Hornafjarðar, í norrænu samvinnuverkefni sem fjallar um vistvænan ferðamáta á göngu- og reiðhjólastígum ásamt auknu íbúalýðræði í litlum og meðalstórum bæjum á Norðurlöndum.
Þegar gengið var til sameiningar Hafnar og Nesjahrepps á sínum tíma kom fram hugmynd um að gera góðan göngu- og...
Flöskuskeyti á Suðurfjörum
Það kom margt í ljós í strandhreinsuninni laugardaginn 4. maí. Fyrir undirritaðar voru þó tvö flöskuskeyti sem fundust það markverðasta.
Fyrra flöskuskeytið fann Hildur Ósk og var það í glerflösku. Það var sent 1. janúar 2016 og var frá Helgu Kristeyju sem býr á Höfn. Það hefur því ekki farið langt en engu að síður mikilvægt að það fannst og...
Loftslagsverkfall á Höfn
Föstudaginn 3. maí kl. 12:00 gengu hornfirskir nemendur út úr skólastofum sínum og söfnuðust fyrir framan Ráðhús Hornafjarðar með eitt sameiginlegt markmið í huga: að krefjast aukinna aðgerða í loftslagsmálum. Framtakið var innblásið af skólaverkföllum hinnar sænsku Gretu Thunberg sem hafa nú vakið athygli á alheimsvísu. Á hverjum föstudegi víðs vegar um heiminn flykkist ungt fólk út á götur...
Sveitarfélagið Hornafjörður – sjálfbært samfélag með vistvænum samgöngum, útivist og auknu íbúalýðræði
Vorið 2017 auglýsti Norræna ráðherranefndin, á heimasíðu Skipulagsstofnunar, til umsóknar þátttöku í verkefni sem bar titilinn „Attractive Towns. Green redevelopment and competitiveness in Nordic urban regions. Towns that provide a good life for all.” Sneri verkefnið að því að efla litla og meðalstóra bæi á Norðurlöndunum, með auknu aðdráttarafli og sjálfbærni. Meginmarkmið með verkefninu er að móta sameiginlega norræna...
Söfnunarátak vegna göngubrúar inn á Lónsöræfum
Ágæta útivistarfólk, vinir og velunnarar Ferðafélags Austur-Skaftfellinga.
Vegna tjóns sem varð á göngubrúnni á Jökulsá í Lóni inn á Lónsöræfum um áramótin 2018 / 2019 og mikils kostnaðar sem hlýst af því að endurgera brúna, langar okkur að leita til ykkar eftir fjárstuðningi. Höfum við ákveðið að stofna styrktarreikning í nafni félagsins og mun það fjármagn sem safnast á reikninginn...