Söfnunarátak vegna göngubrúar inn á Lónsöræfum

0
751

Ágæta útivistarfólk, vinir og velunnarar Ferðafélags Austur-Skaftfellinga.
Vegna tjóns sem varð á göngubrúnni á Jökulsá í Lóni inn á Lónsöræfum um áramótin 2018 / 2019 og mikils kostnaðar sem hlýst af því að endurgera brúna, langar okkur að leita til ykkar eftir fjárstuðningi. Höfum við ákveðið að stofna styrktarreikning í nafni félagsins og mun það fjármagn sem safnast á reikninginn renna beint í þetta verkefni. Gamla göngubrúin sem var reist 1953 og hafði
tvisvar verið endurbætt er eina samgönguleiðin að Múlaskála, skála ferðafélagsins á Lónsöræfum, sem stendur norðan árinnar. Góð nýting hefur verið á gistingu í Múlaskála undanfarin ár og er rekstur skálans ein aðal tekjulind félagsins. Vegagerð ríkisins mun hanna og reisa nýju brúna og hljóðar gróf kostnaðaráætlun upp á ca. 20 milljónir. Vegagerð ríkisins mun greiða helming kostnaðarins en hitt verður að fjármagnast eftir öðrum leiðum. Smíði nýrrar brúar er hafin og vonumst við eftir því að hún verði komin í notkun fyrir sumarið. En vel er bókað í Múlaskála frá 1. júlí til 20. ágúst.

Númer reikningsins er 0172-15-200004 kt:490295-2169.

Með von um góðar undirtektir.
Virðingarfyllst
Stjórn Ferðafélags Austur-Skaftfellinga