Erasmus+ dagar
Þann 11. október síðastliðinn stóð Rannís fyrir ráðstefnu í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem yfirskriftin var jöfn tækifæri í Erasmus+, en í Erasmus+ er hægt að sækja um styrki til að vinna að alls kyns verkefnum. Öll skólastig geta sótt um styrki til Erasmus+. Að auki styrkir Erasmus+ starfsmenntun og fullorðinsfræðslu annars vegar og æskulýðsmál hins...
Námskeið í þverun straumvatna
Þann 9. október síðastliðinn hófst seinni hluti námskeiðisins gönguferðir. Sá dagur fór í undirbúning fyrir tveggja daga gönguferð sem hófst 10. október. Morguninn fór í kortalestur og kynningu á GPS tækjum. Farið var yfir hvernig slík tæki virka og hvað beri að hafa í huga við notkun þeirra. Eftir hádegi var svo nýtt námsefni kynnt fyrir hópnum...
Sjófuglabyggðir við Ísland
Nýr fræðsluvefur Fuglaverndar um búsvæði sjófugla
Ef búsvæði fuglategundar hverfur hreinlega eða rýrnar verulega, þá geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Það gæti orðið mikil fækkun í tegundinni eða hún jafnvel dáið út. Sjófuglar sem dvelja mestan hluta æfi sinnar á sjó koma í land til að verpa og hópast þá gjarnan saman í...
Þekkingarsetur, uppbyggjandi afl í dreifðum byggðum
Nýheimar þekkingarsetur leggur í starfi sínu áherslu á samstarfsverkefni sem þjónað geta samfélaginu. Gott samstarf er milli stofnananna tólf sem eiga aðild að Nýheimum þekkingarsetri, einnig milli sveitarfélagsins og þekkingarsetursins og unnið er í því að styrkja tengsl við álíka stofnanir víðar um land sem og erlendis. Fátt er Nýheimum óviðkomandi en öll verkefni eru valin út...
Fyrsta ár nýs meirihluta í bæjarstjórn
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri
Hvað er að gerast hjá nýrri bæjarstjórn? Nú er rétt um ár liðið frá því ég tók við starfi bæjarstjóra. Það er því vel við hæfi að tæpa á helstu verkefnum fyrsta ársins. Haustin einkennast af fjárhagsáætlunarvinnu þar sem línur næsta árs eru lagðar og eftir áramót hefst vinnan við...