Orkujurtir – umhverfisvænir orkugjafar
Innlend olíuframleiðsla eflir orkuöryggi Íslands, sparar gjaldeyri og minnkar verðsveiflur. Hún er einnig mun umhverfisvænni en notkun jarðefnaeldsneyta. Ræktun á repju og nepju bindur koldíoxíð og dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda. Vinnsla á olíu úr fræjum þessara orkujurta bindur meira koldíoxíð en losnar við bruna á olíunni, öfugt við það sem gerist þegar jarðolía er brennd.
Þróun íbúafjölda og íbúasamsetning í Sveitarfélaginu Hornafirði
Stjórnvöld hafa látið vinna greiningar á samsetningu íbúa og atvinnulífs á síðustu mánuðum í kjölfar efnahagsþrenginga vegna áhrifa Covid 19. Starfsmenn sveitarfélagsins tóku saman úr gögnunum áhugaverðar upplýsingar varðandi þróun íbúafjölda og íbúasamsetningu í sveitarfélaginu. Það er fagnaðarefni að undanfarin ár hefur íbúum í Sveitarfélaginu Hornafirði verið að fjölga en árið 2010 bjuggu 2.086 íbúar í...
Gerum meira en minna
Hlutdeildarlán hitta í mark.
Afkastamikill þingstubbur var haldinn í síðustu viku og voru þau mál kláruð sem gert hafði verið ráð fyrir á stubbnum og reyndar rúmlega það. Þingstarfið er óhefðbundið í þeim kringumstæðum sem við erum að glíma við sem þjóð og við höfum verið að afgreiða mál í þinginu sem...
Ályktun um flugvelli á Suðurlandi og öryggi ferðamanna og íbúa á svæðinu
“Undanfarin ár hafa orðið alvarleg bílslys í Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fjöldi ferðamanna sem heimsækja t.a.m. Skaftafell og Jökulsárlón voru um 850 þúsund árið 2019.
Nýlega fór smárúta út af veginum á Skeiðarársandi með unglingsstráka á vegum Ungmennafélagsins Sindra. Sem betur fer slösuðust þeir minna en talið var í fyrstu og eru drengirnir á batavegi....
Nýsköpun og menning í þrengingum
Þegar harðnar á dalnum og blikur eru á lofti er mikilvægt að leggja ekki árar í bát heldur horfa fram á við og skipuleggja verkefni sem gera okkur kleift að komast upp úr öldudalnum. Því hefur verið haldið fram og kannski með réttu, að nýsköpun sé ekki ein af leiðunum fyrir...