Ungir vegfarendur til fyrirmyndar á Höfn
Við eftirlit lögreglunnar á Suðurlandi hefur vakið sérstaka eftirtekt hve börn og ungmenni eru dugleg að nota öryggisbúnað eins og reiðhjólahjálma. Þá er fjölgun í notkun ljóskera á reiðhjólum og eykur það öryggi í umferðinni. Mega hinir eldri taka þau sér til fyrirmyndar. Við morguneftirlit sjáum við góða notkun gangbrauta á Víkurbraut og Hafnarbraut, þar sem gangbrautarvörður...
Fjórar nýjar brýr formlega opnaðar
Föstudaginn 10. september voru fjórar nýjar brýr á Hringveginum (1) sunnan Vatnajökuls formlega opnaðar. Um er að ræða brýr yfir Steinavötn, Fellsá, Kvíá og Brunná. Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannson og forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir opnuðu brýrnar formlega á brúnni yfir Steinavötn. Kvennakór Hornafjarðar söng á brúnni við þetta tækifæri en kórinn hefur tekið lagið á öllum einbreiðum...
ART er smart
Samningur hefur verið undirritaður á milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og félagsmálaráðuneytisins sem tryggir rekstur ART-verkefnisins næstu þrjú árin. Undirritunin markar þáttaskil í rekstrinum og er viðurkenning á að ART úrræðið sé komið til að vera. Því má segja að þetta sé stór dagur og ákveðinn sigur fyrir Sunnlendinga alla en samningurinn tryggir áframhaldandi þjónustu í heimabyggð....
Spennandi vetur framundan hjá Háskólafélagi Suðurlands
Haustið fer hressilega af stað hjá Háskólafélagi Suðurlands (HfSu) með nýjum verkefnum og nýju fólki, en félagið er meðal annars samstarfsaðili Nýheima í mörgum verkefnum. Sem áður er þungamiðja starfsins nemendaþjónusta en hún hefur aukist ár frá ári samhliða þróun og aukningu á framboði fjarnáms. Verkefni nemendaþjónustunnar eru að halda úti námsveri, sjá um prófaskipulag fjarnema...
Gróður á lóðarmörkum
Mikilvægt er að garðeigendur tryggi að gróður á lóðarmörkum hindri ekki framkvæmdir.
Garðeigendur þurfa að klippa trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk svo hann hindri ekki aðgengi tækja og frágang þar sem framkvæmdir hafa verið í sumar.
Við biðlum til fólks að fara vel yfir gróðurinn sem stendur við lóðarmörk og fjarlægja það sem þarf.
Bent er...