Kallað er eftir tillögum vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) kallar eftir hugmyndum vegna aðgerða á Byggðaáætlun 2018-2024 um sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða (C.1) á Suðurlandi.
Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta fyrir hönd sóknaráætlanasvæða sótt um...
Vöruhúsið 2019
Starfsemi í Vöruhúsinu var með svipuðu sniði og undanfarin ár, mörg verkefni litu dagsins ljós, námskeið haldin og formleg kennsla í Fab Lab smiðjunni og öðrum rýmum eins áður hjá grunn– og framhaldsskólanum. Verksmiðjan 2019 er verkefni sem var unnin í samstarfi við RÚV og aðrar stofnanir með það að markmiði að auka áhuga ungmenna og...
Að gefnu tilefni!
Í síðustu viku var mikið um það rætt á samfélagsmiðlum að dýraníð væri við líði hjá okkur á Tjörn II. Fóru ásakendur þar mikinn og vorum við bræðurnir á bænum sakaðir um líkamsmeiðingar, ýmisskonar ofbeldi, dýraníð, hótanir og fleira í þeim dúr. Umræðan fór af stað þar sem myndband var birt af tveimur af hundunum okkar sem réðust á...
Starfsemi sveitarfélagsins skert á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir
Sveitarfélagið Hornafjörður fer ekki varhluta af faraldrinum Covid-19 eins og flest önnur samfélög. Samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis og Almannavarna hefur þurft að loka eða skerða þjónustu sveitarfélagsins. Ýmsum aðgerðum er beitt til að draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa. Þær stofnanir sem hafa skert þjónustu sína eru: Afgreiðsla Ráðhúss sveitarfélagsins verður lokuð....
Orkujurtir – umhverfisvænir orkugjafar
Innlend olíuframleiðsla eflir orkuöryggi Íslands, sparar gjaldeyri og minnkar verðsveiflur. Hún er einnig mun umhverfisvænni en notkun jarðefnaeldsneyta. Ræktun á repju og nepju bindur koldíoxíð og dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda. Vinnsla á olíu úr fræjum þessara orkujurta bindur meira koldíoxíð en losnar við bruna á olíunni, öfugt við það sem gerist þegar jarðolía er brennd.