Á haustin smölum við öllum í fjallgöngu!
Það er hefð í Grunnskóla Hornafjarðar að fara í gönguferð að hausti með alla nemendur í 5.-10. bekk. Þá geta nemendur valið sér 2-3 mismunandi leiðir, allt frá léttri göngu til frekar krefjandi fjallgöngu, allt eftir getu og áhuga. Í ár var stefnan tekin á Bergárdalinn og valið stóð á milli þriggja leiða á Bergárdalssvæðinu. Það vildi...
Af hverju er styrktarþjálfun nauðsynleg?
Styrktarþjálfun ver bein- og vöðvamassa. Styrktarþjálfun gerir þig sterkari. Styrktarþjálfun getur haft jákvæð áhrif gegn mörgum sjúkdómum. Styrktarþjálfun eykur orku og bætir skap
Vöðvar rýrna vissulega þegar þeir eru ekkert notaðir. Hefurðu einhvern tímann brotnað og verið settur í gifs? Í fyrstu var gifsið þétt að skinninu, mjög óþægilegt. Eftir smá tíma varð gifsið...
Heilsuþjálfun fyrir 60+
Sporthöllin og Sveitarfélagið Hornafjörður ætla að halda áfram að bjóða eldri borgurum upp á heilsueflingu í Sporthöllinni eins og var gert fyrir sumarfrí. Tímarnir byrja 13. september og verða tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl.10:30-12:00.
Vilt þú bæta heilsuna og ná betra jafnvægi? Vilt þú auka styrk, hreyfigetu og...
Breyting á sorphirðudagatali
Í september hefst tilraunaverkefni við sorphirðu þar sem allir úrgangsflokkar verða hirtir í sömu ferð, tveir í dreifbýli og þrír í þéttbýli. Þetta fyrirkomulag verður mögulegt með tilkomu þriggja hólfa sorphirðubíls en hann heldur öllum flokkum aðskildum þ.e. blönduðum úrgangi, lífrænum úrgangi og grænu efni, sem samanstendur af pappa, pappír, plasti og málmum. Með þessum breytingum líða...
Bygging hjúkrunarheimils á Höfn
Þann 22. júlí s.l. birtist frétt á vef Heilbrigðisráðuneytisins þess efnis að tilboð Húsheildar ehf. í byggingu hjúkrunarheimilis á Höfn hefði verið samþykkt af heilbrigðisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sveitarfélaginu Hornafirði. Með þessari samþykkt hefur markverðum áfanga verið náð í sambandi við framkvæmd þessa, sem heimamenn hafa barist fyrir um árabil og er svo sannarlega ástæða til...