Flokkunarstöðvar á Höfn í Hornafirði

0
551

Áhaldahúsið hefur nú lokið við að setja upp tvær flokkunarstöðvar, við Miðbæ og á Óslandshæð.

Stöðvarnar eru hugsaðar fyrir ferðamenn og aðra vegfarendur sem eiga leið hjá. Boðið er upp á losun á óflokkuðu sorpi, endurvinnanlegu plasti, pappír, pappa og málmum og skilagjaldskyldum dósum og flöskum.

Vænst er þess að vel verði tekið á móti þessari viðbót við sorpþjónustuna á Höfn, fólk flokki rétt og að vel verði gengið um.