Ungmennaráð Hornafjarðar 2022-2023 er nú tekið til starfa. Það er samansett af ungmennum á aldrinum 13 til 24 ára, fulltrúum frá FAS, GH, Þrykkjunni , umf. Sindra og fulltrúum úr atvinnulífinu.
Ráðið fundar einu sinni í mánuði auk þess sem stefnt er að skemmtilegum verkefnum með íbúum Hornafjarðar.
Ungmennaráð hefur skipað áheyrnarfulltrúa í fastanefndir sveitarfélagsins og önnur ráð. Fulltrúar eru með miklar skoðanir á því hvernig reka á sveitarfélagið og munu þeir láta rödd sína heyrast þennan veturinn.