Tónlistarhátíðin Vírdós

0
1739
Travis Bowlin tónlistarmaður og gítarsmiður

Dagana 23. til 25. ágúst ætlum við að halda tónlistarhátíðina Vírdós í annað skiptið. Vírdós er tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra þar sem boðið verður upp á veglega dagskrá, tónleika, vinnustofu, hljóðfærasýningu og ball.
Hátíðin verður með svipuðu sniði og sú fyrsta en með fáeinum undantekningum þó. Við flytum inn frá Ameríku tónlistarmann og hljóðfærasmið að nafni Travis Bowlin. Travis gaf nýverið út plötuna Secundus sem hefur verið að fá glymrandi góða dóma og verður gaman að sjá kappann flytja sitt nýja efni á hátíðinni. Einnig ætlum við að sameinast í því að safna fyrir Ægi Þór með hinum ýmsu skemmtilegu viðburðum sem tengjast hátíðinni.
Fimmtudagskvöldið 23. ágúst ætlum við að halda tónlistardjamm á Rakarastofu Baldvins. Þar verður hægt að kaupa styrktarklippingu til styrktar Ægi Þórs.
Svo munu nokkrir tónlistar­menn spila (buska) föstudaginn 24. ágúst milli kl. 17:00 – 17:30 í Nettó og söfnunarbás verður á staðnum.
Föstudagskvöldið verða tónleikar með þremur hljómsveitum í Skreiðaskemmunni, Kucu Contraband, Mókrókar og hinn ameríski Travis Bowlin. Það verður frítt inn í Skreiðaskemmuna en þeir sem vilja leggja söfnun Ægis lið, þá verður söfnunarbás á staðnum.
Laugardaginn 25. ágúst kl. 15:00 til 17:00 verður hljóðfærasýning og vinnustofa í Vöruhúsinu kl. 15:00 – 17:00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á hljóðfærasmíði að kíkja við.
Laugardagskvöldið verða þrjú tónlistaratriði í boði á Hafinu.
Lettneska tónlistarkonan Diana Sus byrjar og síðan spilar The Borrowed Brass Blues Band(BBB Band) en Friðrik Jónsson heimamaður, sá öflugi gítarleikari spilar í þeirri hljómsveit. BBB Band verða með alvöru Hammond orgel með sér! Tónleikana enda svo CCR Bandið með Credence Clearwater Revival heiðurstónleika.
CCR Bandið er skipað úrvals tónlistarmönnum og hlökkum við mikið til að heyra í þeim.

Biggi Haralds söngvari CCR band
Biggi Haralds söngvari CCR band

Að loknum tónleikum ætlum við að slá í þrusu ball á Hafinu með gleðisveitinni Villi & The Weirdos!
Vonumst til að sjá sem flesta!

Vilhjálmur Magússon
Tjörvi Óskarsson