Tíðindi af Kvennakórnum

0
1110

Það hefur verið mikið að gera hjá Kvennakór Hornafjarðar undanfarið þar sem kórinn fagnar sínu 20. starfsári. Laugardaginn 5. maí kl. 14.00 voru haldnir stórkostlegir tónleikar á Hafinu. Um 200 manns sóttu tónleikana og viljum við þakka öllum þeim sem komu og hlustuðu á okkur. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður á sama stað þar sem Jógvan skemmti veislugestum. Um næstu helgi ætlum við svo að fara á Vopnafjörð þar sem við munum halda tónleika og halda ball um kvöldið og á leið okkar þangað stoppum við á Egilsstöðum og höldum tónleika í Egilsstaðarkirkju á föstudagskvöldið kl. 20.30.
Kvennakórinn vill þakka öllum sem tóku þátt í afmælisgleðinni, styrktu okkur við útgáfu afmælisblaðsins og glöddust með okkur um kvöldið.

Fyrir hönd afmælisnefndar,
Erna Gísladóttir