Þá er það Viðreisn

0
1259

Villtu öfluga og góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla þar sem fjármunir eru nýttir á skilvirkan hátt? Þá er það Viðreisn.

Villtu þjóðarsátt um kjör kvennastétta?  Þá er það Viðreisn.

Villtu samfélag sem hugsar vel um börnin sín og hag eldri borgara? Þá er það Viðreisn.

Villtu uppstokkun landbúnaðarkerfisins í þágu neytenda og bænda? Þá er það Viðreisn.

Villtu nýsköpun og þekkingarsamfélag? Þá er það Viðreisn.

Villtu láta erlenda ferðamenn greiða kostnað af innviðum samfélagsins, sem þeir njóta, með sama virðisaukaskatti á gistingu og þú greiðir almennt fyrir þjónustu, að t.d. Bláa Lónið greiði skatt af svimandi háum aðgangseyri og lúxusgistingu?  Þá er það Viðreisn.

Það besta við síðustu ríkisstjórn var Þorgerður Katrín, sem sá um hag neytenda og bænda og gætti almannahags í sjávarútvegi gegn sérhagsmunum, Benedikt, sem sá um skynsamlega fjármálastjórn og Þorsteinn, sem lagði grunn að nýrri húsnæðispólitík og náði árangri í jafnréttismálum. Það versta var leyndarhyggja Bjarna og þöggun og aðferð Sigríðar Andersen við skipan dómara, skólabókadæmi um spillingu og sérhagsmuni. Villtu almannahagsmuni í stað sérhagsmuna? Þá er það Viðreisn.

Margrómað velferðakerfi Norðurlandanna byggir á öflugu atvinnulífi og efnahagslegum stöðugleika, þ.m.t. stöðugum gjaldmiðli m.a. evru í Finnlandi og evrutengdri danskri krónu. Þar hafa frjálslyndir jafnaðarmenn lengst af ráðið för í samráði við launafólk um kjör þess og aðra aðila vinnumarkaðarins. Íslenskir jafnaðarmenn hafa ekki náð sama árangri. Ég nefni nú ekki hina. Ekki glata tækifærinu til að sigrast á vaxtaokrinu og tryggja stöðugleika til lengri tíma. Nei, við flöktandi íslenskri krónu og að Íslendingar verði fátæk þjóð í hafti. Tryggjum kjörin. Þá þarf frjálslynda Viðreisn í ríkisstjórn.

Viðreisn vill, eins og Samfylkingin, sækja um aðild að ESB og bera aðildarsamning undir Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur eiga alltaf síðasta orðið! Þá er það Viðreisn.

Villt þú stunda málefnalega umræðu og stuðla að góðum stjórnarháttum með áherslu á gegnsæi og gott siðferði?  Þá er það Viðreisn.

Villt þú tveggja flokka stjórn VG með Sjálfstæðisflokknum þar sem engu verður breytt, eða 3ja flokka stjórn VG með Pírötum og Samfylkingunni?  Yrði það til góðs? Eigi almannahagsmunir og skynsamleg fjármálastefna án skattahækkana á almenning að ráða för í næstu ríkisstjórn, sem Katrín Jakobsdóttir og VG færi fyrir, þá þarf Viðreisn. Já, þá er það Viðreisn. X-C.

Skúli Thoroddsen lögfræðingur,
skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
.