Sunddeild Sindra

0
1328

Þann 11. maí fórum við með 10 börn á Hennýjarsundmótið sem haldið er á Eskifirði. Voru 83 börn skráð á mótið frá 5 félögum en þetta er minningarmót sem haldið er um Þorbjörgu Henný Eiríksdóttur og hefur það verið haldið síðan 2012 og höfum við alltaf farið með börn á þetta mót.
Í yngri hópnum kepptu 6 börn, 8 og 9 ára og fengu þau öll þátttökupening.
Boðsundsveitin okkar varð í 2. sæti.
Stóðu þau sig mjög vel.
Í eldri hópnum okkar vorum við með 4 börn 12 og 13 ára og fóru þau öll á pall í sínum greinum, 10 gull, 6 silfur og 1 brons. Þau kepptu í boðsundi og fjórsundi og voru í 1. sæti í báðum greinum og þar fengu þau 8 gull.
4 stigabikarar voru að þessu sinni fyrir flest stigin og fengu okkar börn 2 bikara með sér heim.
Við er mjög ánægð með þessa frábæru helgi og hvað sundfólkið okkar stóð sig vel.
Viljum við þakka baklandi okkar kærlega fyrir stuðninginn.

Með bestu kveðju Sunddeild Sindra.

20190515_110944