Sterkasta kona Íslands

0
2144
Lilja ásamt Veigu Dís og Hugrúnu Ýr

Keppnin Sterkasta kona Íslands fór fram laugardaginn 15. ágúst sl. á Akureyri í blíðskapar veðri. Samtals voru 9 keppendur og keppt var í opnum flokki og undir 82kg flokki. Keppt var við húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar. Dómarar voru Kristján Sindri Níelsson og Ingibjörg Óladóttir.
Keppt var í 5 greinum, loggur, réttstöðulyftu á tíma 60sek, grindarburði 160kg og 180kg, pokahleðslu 50-80 kg og steina lyftum.
Hornfirðingurinn Lilja B. Jónsdóttir var ein af keppendunum og var þetta í 10 skiptið sem hún tók þátt. Lilja stóð sig frábærlega. Hún varð í 1. sæti í -82kg flokki og lenti í 3.sæti í opna flokknum. Mikil barátta var í -82kg flokknum en aðeins munaði hálfu stigi á 1. og 2. sæti.
Við óskum Lilju til hamingju með árangurinn.
Hér eru úrslit úr keppninni.

Opin flokkur:

 1. Ellen Lind Ísaksdóttir 40,5
 2. Ragnheiður Ósk Jónasdóttir 38
 3. Lilja B. Jónsdóttir 32,5
 4. Veiga Dís Hansdóttir 30,5
 5. Hugrún Ýr Sigurðardóttir 30
 6. Lillý Ösp Sigurjónsdóttir 18
 7. Hulda Rós Blöndal Snorradóttir 17,5
 8. Snæfríður Birta Björgvinsdóttir 11
 9. Margrét Ársælsdóttir 7

Undir 82kg flokkur:

 1. Lilja B. Jónsdóttir 19,5
 2. Veiga Dís Hansdóttir 19
 3. Hugrún Ýr Sigurðardóttir 16,5
 4. -5. Hulda Rós Blöndal Snorradóttir 10 og Lillý Ösp Sigurjónsdóttir 10