Sökum ástandsins í þjóðfélaginu gátum við í Grunnskóla Hornafjarðar ekki haldið okkar árlegu árshátíð og því ákváðum við kennarar í 4.,5. og 6. bekk að blanda bekkjunum okkar saman og bjóða upp á skemmtilegar smiðjur sem við kölluðum Söguhátíð. Smiðjurnar fólust í því að börnin gátu valið á milli leikritagerðar, smásögugerðar, stuttmyndagerðar, myndasögugerðar og smiðju þar sem þau sömdu lag og texta.
Hugmyndirnar af verkefnunum fundum við inni á krakkaruv.is og ákváðum við að gera mikið úr þessu verkefni okkar og senda handrit barnanna á krakkaruv.is sem stóð fyrir samkeppni um bestu handritin og er skemmst fá því að segja að tvö verkefni frá okkur hlutu viðurkenningu. Handrit stuttmyndarinnar Hvít spor eftir þá Ara Jökul, Kristinn Loga, Sigurð Arnar og Þór í 4. S vann í flokki stuttmynda og fengu drengirnar að fara til Reykjavíkur í lok febrúar til að fylgjast með tökum á stuttmynd eftir handritinu þeirra og verður stuttmyndin sýnd á krakkarúv. Þann 5. júní fara drengirnir svo aftur til Reykjavíkur og taka á móti verðlaunum fyrir besta stuttmyndahandritið í beinni útsendingu á Rúv. Það er því um að gera að fylgjast vel með sjónvarpinu næstu vikur.
Að auki var sagan Töfraland eftir þá Dawid Josef, Ðuro Stefan, Hilmar Frey, Jakob Jóel og Jóhann Frans í 6.H ein af 20 sögum sem var tilnefnd til verðlauna sem veitt verða á verðlaunahátíðinni 5. júní næstkomandi. Sagan er ein af 20 sögum sem munu birtast í Risastórum smásögum 2021 sem er rafbók og verður gefin út í júní af Menntamálastofnun.
Við í Grunnskóla Hornafjarðar erum mjög stolt af velgengni drengjanna okkar og óskum þeim innilega til hamingju.
Kennarar í 4.,5. og 6. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar.