Skuggakosningar á kjördag í Sveitarfélaginu Hornafirði

0
1351

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur fengið leyfi fyrir að standa skuggakosningum samhliða sveitarstjórnarkosningum, kosið verður á kjördag á sama stað og kjördeildir sveitarfélagsins starfa. Mikilvægt er að ungmenni fái að kjósa á sama stað og þeir fullorðnu til að þau upplifi kosninguna sem líkasta almennu kosningunni.

Undirbúningur kosninganna

Ungmennaráð hélt fjörugan framboðsfund þar sem hátt í hundrað ungmenni mættu, bæði frá Grunnskólanum og framhaldskólanum þau spurðu spurninga úr öllum áttum um áhugaverð málefni. Einnig hefur ungmennaráð gefið út kynningarbækling fyrir ungmenni þar sem helstu áherslumál framboðanna eru kynnt.

Ungmenni spurðu frambjóðendur spjörunum úr
Ungmenni spurðu frambjóðendur spjörunum úr

Hverjir mega kjósa?

Skuggakosningar eru kosningar fyrir ungmenni á aldrinum 13-17 ára og eru til að auka lýðræðisvitund ungs fólks sem verður vonandi til þess að þau kjósi frekar þegar þau verða fullorðin. Kosningaþátttaka ungs fólks síðustu ár hefur ekki verið góð, til þess að bregðast gegn því hafa skuggakosningar komið til sögunnar, þær kenna ungu fólki hvernig á að kjósa, hvernig þær fara fram og kenna þeim að taka upplýsta ákvörðun.

Áhrif kosninganna

Ef ungmenni kjósa fyrr á ævinni eru þau líklegri til að kjósa þegar að kosningaaldri kemur. Tilgangur með kosningum fyrir ungmenni er að  auka lýðræðisvitund ungs fólks með því að þau taki þátt í kosningum Rannsóknir benda til þess að sá sem kýs strax eftir að kosningaaldri er náð er líklegri  til að taka þátt í kosningum það sem eftir er ævinnar.  .

Úrslit forsetakosninganna fóru á annan veg en almenna kosningin 2016

Ungmennaráð ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins stóðu fyrir skuggakosningum árið 2016 samhliða forsetakosningum og var mjög góð þátttaka í kosningunni yfir 80% þátttaka. Farið var með kjörkassa á alla kjörstaði í sveitarfélaginu og ungmenni tóku virkan þátt í þeirri framkvæmd. Þar kom í ljós að úrslit kosninganna voru ekki þau sömu og í almennu forsetakosningunni. Halla Tómasdóttir var í fyrsta sæti hjá ungmennum í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð hefur gefið umsögn um breytingu á kosningalöggjöfinni og væntir þess að Alþingi samþykki að lækka kosningaaldur í 16 ár.  

Nánari upplýsingar gefa Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður ungmannaráðs sími: 781-3039 og Herdís I. Waage, tómstundafulltrúi sími: 841-8833.