Sindri og Máni í samstarf

0
449

Knattspyrnudeild Sindra og Knattspyrnudeild Mána skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þess efnis að senda inn lið í 4. deild undir merkjum Mána.
Tilgangur samstarfsins er að ungir leikmenn Sindra fái verkefni. Undanfarin ár hefur Sindri ekki verið með 2.flokk sem er flokkur fyrir 17-19 ára leikmenn. Nú er verkefni í 4.deild fyrir þessa drengi ásamt leikmönnum sem eru gengnir upp úr yngri flokkum Sindra.
Síðustu ár hefur Knattspyrnudeild Sindra lagt mikla vinnu í það að endurskipuleggja uppbyggingastarf félagsins og er þetta stór liður í þeirri uppbyggingu. Máni kemur því til með að fylgja öllum þeim strúktúr og þeim gildum sem Knattspyrnudeild Sindra vinnur eftir.
Sindri sér um að ráða þjálfara Mána sem vinnur náðið með þjálfurum meistaraflokks Sindra.
Stjórn knattspyrnudeildar Sindra er spennt fyrir komandi sumri og samstarfsins við Umf.Mána

Knattspyrnudeild Sindra