Rithöfundakvöld 2023

0
337

Nú er komið að hinu geisivinsæla rithöfundakvöldi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar en í ár fer viðburðinn fram miðvikudaginn 29.nóvember kl.20 í Nýheimum.

Nú fáum við til okkar hvorki meira né minna en 6 rithöfunda sem allir gefa út bók fyrir þessi jólin. Bækurnar eru fjölbreyttar og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis eins og ávallt og mun Menningarmiðstöðin bjóða upp á kaffi og konfekt á meðan á viðburðinum stendur.

Rithöfundarnir sem sem heimsækja okkur í ár eru eftirfarandi:

  • Sævar Helgi Bragason kynnir barnabók sína Hamfarir – Vísindalæsi
  • Alexander Dan kynnir síðari bók sína um Hrímland sem kallast Seiðstormur
  • Sigríður Dúa Goldsworthy kynnir örlagabókina Morðin í Dillonshúsi
  • Vigdís Grímsdóttir kynnir bók sína Ævintýri
  • Skúli Sigurðsson kynnir bók sína Maðurinn frá São Paulo
  • Lilja Sigurðardóttir kynnir bók sína Dauðadjúp sprunga

Það þarf vart að taka fram að allar bækurnar verða fáanlegar til útláns á Bókasafni Hornafjarðar um leið og þær koma út.

Við hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur í Nýheimum miðvikudaginn 29. nóvember n.k.