Fagkeppni kjötiðnaðarmanna fór fram í mars síðastliðnum. Keppnin fór fram með öðrum hætti en áður vegna Covid-19, sendu keppendur inn vörur með nafnleynd til dómarahóps sem svo dæmdi vöruna eftir faglegum gæðum í kennslueldhúsi Menntaskóla Kópavogs. Ekki var haldin uppskeruhátíð eins og venjulega, heldur voru úrslit kynnt á vef Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í sérstöku riti.
Ómar Frans hjá Sólsker ehf. hlaut þar gullverðlaun fyrir reyktan Regnbogasilung. Vörur Sólskers eru Hornfirðingum vel kunnar og hafa þær hlotið fjölda mörg verðlaun síðastliðin ár, bæði í Fagkeppni kjötiðnaðarmanna og Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki en einnig erlendis svo sem í Eldrimmer keppninni í Svíþjóð og Masterchef á Ítalíu, sem sýnir að gæðin hjá Sólsker eru ávallt söm. Við óskum Ómari til hamingju!