Ný upplýsingaskilti og skemmtilegur ratleikur

0
1295

Undanfarið hafa verið sett upp ný upplýsingarskilti á Höfn þar sem saga sveitarfélagsins er dregin fram. Á upplýsingaspjöldunum ferðumst við aftur í tímann að upphafi byggðar 1897 og skoðum lífið á Höfn fyrr á tímum. Við gerð skiltanna var stiklað á stóru í sögu Hafnar og megin þáttum samfélagsins gerð skil.
Skiltin eru 27 talsins og samhliða þeim var hannaður ratleikur fyrir fjölskylduna sem gaman er að hafa með sér þegar gegnið er á milli skilta og sagan rifjuð upp. Ratleikurinn er aðgengilegur á vefsíðu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, mmh.hornafjordur.is