Ný stjórn Félags eldri Hornfirðinga

0
660
Ný stjórn Félags eldri Hornfirðinga

Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga var haldinn laugardaginn 6. júní í Ekru. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og gengu vel fyrir sig. Þrír stjórnarmenn kvöddu stjórn, m.a. formaðurinn Haukur H. Þorvaldsson, Sigurður Örn Hannesson ritari og Katrín Jónsdóttir. Nýr formaður var kjörinn Guðbjörg Sigurðardóttir. Nýir í stjórn eru Hrefna Magnúsdóttir og Eiríkur Sigurðsson. Aðrir í stjórn eru: Lucia Óskarsdóttir, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Kristín Einarsdóttir. Ályktað var á fundinum um að huga að lágmarks tannlæknaaðstöðu í hjúkrunarheimilum. Um 40 félagar mættu til fundar.