Ný raðhús við Víkurbraut

0
1230
Byrjað var á framkvæmdum þann 13. júní

Nú eru hafnar framkvæmdir vegna byggingar á 8 íbúða raðhúsi.
Um er að ræða 8 þjónustuíbúðir fyrir 60 ára+ þar sem skv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir möguleikum á þjónustu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrjár íbúðastærðir eru í húsinu svo og geymsla, verönd út frá stofu og verönd við anddyri undir þaki.
Byggingaraðili er JEK ehf, Eiríkur Guðmundsson er byggingameistari en að verkinu koma verktakar frá Hornafirði og víðar.

Tölvuteikning af því hvernig húsið mun líta út

Mikil þörf hefur verið á íbúðum af þessari stærð á undanförnum áratugum og seldust því þessar íbúðir allar bæði fljótt og vel.
Húsin verða afhent fullbúin með öllum tækjum og innréttingum. Upphitun er gólfhiti og sérstakt vélrænt loftskiptikerfi með tilheyrandi loftræsilögnum tilheyrir hverri íbúð þar sem ferskt loft er hitað upp með útkastslofti. Rekstrakostnaður íbúða lækkar verulega og einnig minnkar ryk innan íbúðar verulega með tilkomu þessa kerfis og heilnæmi andrúmslofts íbúðar eykst.
Húsið er innflutt í timbureiningum. Jek ehf., vann að verkefninu með teiknistofunni Gláma•Kím. Árni Kjartansson og Kjartan Árnason auk Sigbjörns Kjartanssonar sem hönnuðu og teiknuðu húsin. Hér er um að ræða vönduð timburhús klædd með lerki að utan. Áætlað er að þau verði uppkomin nú í haust.

Snorri Snorrason fasteignasali