Meistaramót Golfklúbbs Hornafjarðar

0
1067
Anna Eyrún Halldórsdóttir og Halldór Sævar Birgisson Klúbbmeistarar GHH. Mynd Halldóra Katrín Guðmundsdóttir

Meistaramót GHH fór fram helgina 14. – 16. ágúst s.l. Keppt var í eftirtöldum flokkum: Meistaraflokkur karla, 1.flokkur karla, 2.flokkur karla og kvennaflokkur.
Úrslit urðu þannig að Halldór Sævar Birgisson varð hlutskarpastur í meistaraflokki og lék holurnar 54 á 221 höggi, annar varð Jón Guðni Sigurðsson á 240 höggum og í þriðja sæti Halldór Steinar Kristjánsson á 242 höggum.
Í kvennaflokki voru leiknar 18 holur á sunnudegi. Sigurvegari varð Anna Eyrún Halldórsdóttir á 97 höggum, önnur var Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir á 104 höggum og jafnar í þriðja sæti voru þær Þórgunnur Torfadóttir og Laufey Ósk Hafsteinsdóttir á 112 höggum en Þórgunnur hafði betur í bráðabana.
Í fyrsta flokki karla voru leiknar 36 holur og sigurvegari þar var Finnur Ingi Jónsson á 175 höggum. Í öðru sæti var Sævar Knútur Hannesson á 186 höggum og í því þriðja Haraldur Jónsson á 188 höggum.
Annar flokkur karla lék 18 holur og þar fóru leikar þannig að sigurvegari var Kristján Kristjánsson á 96 höggum, annar var Sindri Ragnarsson á 100 höggum og í því þriðja var Sæmundur Helgason á 110 höggum. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Hornafjarðar 2020 eru því Anna Eyrún Halldórsdóttir og Halldór Sævar Birgisson.

Keppendur á Silfurnesvelli. Mynd: Gestur Halldórsson