Margrét Kristinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri UMF. Sindra

0
235

Aðalstjórn Ungmennafélags Sindra hefur ráðið Margréti Kristinsdóttur sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Margrét er uppalin Hornfirðingur og býr hér ásamt 14 ára syni sínum. Hún hefur áður setið í stjórn körfuknattleiksdeild Sindra og hefur þar innsýn inn í starf félagsins.
„ Ég er mjög spennt fyrir þessu tækifæri og þeim áskorunum sem bíða mín í nýju starfi sem framkvæmdastjóri Sindra. Íþróttafélög spila stóran sess í lífi fjölskyldna og samfélaginu og því frábær vettvangur til þess að láta gott af mér leiða og efla starfið. Félagið er fjölbreytt og ört stækkandi og því heiður að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem er fram undan,“ segir Margrét, aðspurð um nýja starf sitt.
Margrét er nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og mun ljúka því námi samhliða starfi, vorið 2023. Þá útskrifaðist hún sem ferðaráðgjafi frá Ferðamála skóla Íslands og starfaði síðast hjá Icelandair í 11 ár.
Hún hóf störf 1. júní þar sem hún tók við af Jóhanni Bergi Kiesel sem gengt hafði þeirri stöðu tímabundið meðan á ráðningaferli stóð, en fráfarandi framkvæmdastjóri Lárus Páll Pálsson lét af störfum síðastliðinn mars.
Við þökkum fráfarandi starfsmönnum samstarfið og óskum Margréti velgengni í nýju starfi.
Áfram Sindri!

Aðalstjórn UMF. Sindra.