Landbúnaður og brothætt störf

0
1315

Brothættar byggðir á ekki eingöngu að snúast um fiskikvóta, á einnig að snúast um brothættar atvinnugreinar, t.d. í saufjárrækt og ylrækt. Stjórnvöld þurfa að grípa til tafarlausra aðgerða varðandi sauðfjárrækt  Stjórnvöld eiga að kalla bændur til úrlausna á vanda sauðfjárræktar, ekki fólk sem er andsnúið landbúnaði. Bændur þurfa að geta gert fjárhags-og rekstraráættlanir eins og önnur fyrirtæki. Ekki vera sífellt háðir sveiflum á afurðaverði og kostnaði við slátrun. Að kippa fótunum undan einni starfsgrein fyrirvararlaust gengur ekki í nútíma þjóðfélagi.

Landbúnaður er og verður grundvöllur byggðar í sveitum landsins.
Breyta þarf núverandi forsendum landbúnaðar svo nýir möguleikar
skapist í greininni. Bændur eiga að hafa fullt frelsi til að fullvinna sínar afurðir og njóta þannig afrakstur af erfiði sínu.
Einstaklingsfrelsi til athafna þarf að fá að njóta sín í þessari atvinnugrein sem öðrum.

Gefa þarf  íslenskum landbúnaði tækifæri til að sanna sig í samkeppni
við erlenda framleiðslu og innflutning. Læka þarf t.d. orkukostnað. Það gengur ekki, að bara stóriðja fái niðurgreiddan orkukostað.
Snúa þarf neikvæðri þróun við með því að taka á þáttum sem eru
atvinnugreininni fjötur um fót. Gera skal öllum greinum landbúnaðar
sem byggja á landnytjum jafn hátt undir höfði.
Orsakir vandans í landbúnaði eru meðal annars:
Athafnafrelsi bænda er fast í viðjum laga og reglna sem standast á engan hátt samanburð við aðrar iðnaðar- og framleiðslugreinar.

Frelsi manna til atvinnu er einn af hornsteinum þess samfélags sem við viljum byggja. Einkaréttur til atvinnu eða framleiðslu stríðir gegn hugmyndum Dögunar um afvinnufrelsi.

Dögun styður heilshugar hugmyndir bænda um að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðir sínar. Einnig fagnar Dögun þeim árangri sem Icelandic lamb hefur náð við veitingastaði hér á landi.

Björgvin E. Vídalín
Höfundur greinarinnar er frambjóðandi Dögunar í Suðurkjördæmi.