Innflytjendur í Sveitarfélaginu Hornafirði

0
528
Selma Mujkic

Selma heiti ég og nú í vor útskrifaðist ég frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þessi grein fjallar því um helstu niðurstöður á lokaverkefni mínu, sem er rannsókn um upplifun og þátttöku innflytjenda í Sveitarfélaginu Hornafirði. Tilgangurinn með verkefninu var að varpa ljósi á stöðu innflytjenda á Hornafirði og koma þeirra upplifun á framfæri.
Þegar rannsóknin hófst var reynt að hafa samband við fólk frá öllum heimshlutum, með mismunandi menningu, húðlit, trúarbrögð og annað sem einkennir fólk og gæti haft áhrif á upplifanir þeirra.
Flestir viðmælenda komu til Hornafjarðar í leit að betra lífi og lífsmöguleikum sem heimaland þeirra bauð ekki upp á. Nánast allir viðmælendur mínir eru ánægðir með líf sitt á Höfn. Frá því að margir settust að hafa mál þróast í átt að opnara samfélagi og miklar breytingar átt sér stað. Íbúar sveitarfélagsins hafa veitt innflytjendum nokkuð jákvæðar móttökur, þetta segir viðmælandi minn Aleli varðandi móttökurnar sem hún hefur fengið,

Fyrsta árið, fyrstu tvö árin þá var bara lokað ég var bara í skóla og heima ekkert meira. Ekkert svona félagslíf eitthvað svoleiðis, en um leið byrja að tala byrja eignast vini og það var allt í lagi en fyrst tvö ár var erfitt sko.

Einnig bæta lang flestir því við að Hildur Ýr Ómarsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar í félagsþjónustunni hafi veitt þeim mikla aðstoð frá því að hún hóf störf hjá Sveitarfélaginu. Hildur hefur aðstoðað innflytjendur við innflytjendamál og veitt þeim önnur ráð. Þetta segja viðmælendur um aðstoð Hildar.

Ég er alltaf til í að tala við hana. Hún er svo góð, bæði hægt að tala ensku, íslensku. Ég bara elska hana! Það er mjög gott að tala við hana.

Hildur is the best really.

Til dæmis að hjálpa mér að finna mér vinnu og bara skiliru þýða. Og þegar kom líka svona skóla fyrir útlendingar þar var hún að leita til mín, svona viltu koma taka þessi svona, hún var alltaf opin og tilbúin að hjálpa mér.

Þegar kemur að fordómum er upplifun fólks hins vegar ekki jafn góð. Meiri hluti viðmælenda hefur upplifað fordóma eftir að hafa sest að á Hornafirði.

Somtimes they are so racicst and that hurts me. I think beacuse of the language I really don´t know. Beacuse a boy, you know, call me hvað hvað helvítis, helvítis útlendingar og gamla kú og drasl. Many names.

Þegar ég byrjaði að vinna og komst inn í samfélagið fann ég fyrir smá fordómum. Um leið missir þú sjálfstraust, í kringum fordómafullu fólki. þetta eru öðruvísi menningar, allt öðruvísi húsnæði, allt öðruvísi fólk, allt öðruvísi tungumál þú getur ekki verið þú sjálfur ef þú skilur mig. Þú þarft að ganga 10, 15 skref til baka og reyna vera ekki eins og þau en samt að reyna kynnast þeirra menningu. Já, þetta var svo lítið öðruvísi fyrir mig og þau líka því þau þurftu líka að taka á móti mér og ég held að fólk bara kunni það ekki.

Allir hugsa ég er burðarkona frá Asíu sem þeir kaupa fyrir kynlíf. En eins og ég sagði ég var í skóla, þá var bara það voru bara einhver segja mér ert þú ert þú tík en ég veit ekki hvað það þýður svo ég bara segja já.

Viðmælendur sem hafa upplifað einhverskonar fordóma segja frá því að þetta séu ekki einungis börn, heldur allir aldurshópar. Það eru þó ekki allir sem upplifa fordóma, þetta segja Mia og Oskar.

I feel very much welcome. But I also feel that Icelandic people really appreciate if you try to respect their culture and also especially if you try to learn the language it doesn’t matter how long it takes if they see you try they really really appreciate it and support that which I think is pretty cool it makes you want to learn.

Yeah I feel like it´s okay. Icelandic people are very nice.I think I never feel like I from abroad.

Því er mikilvægt fyrir alla íbúa að mynda gott samfélag sem gott er að búa í sama hvort við erum Hornfirðingar eða innflytjendur. Flestir viðmælendur eru að taka þátt og reyna vera hluti af samfélaginu, það væri því gott ef Menningarmiðstöð sveitarfélagsins og félagasamtök efndu til fleiri viðburða sem hvetja Íslendinga og innflytjendur til þess að prófa eitthvað saman í einni heild en ekki tvískipt.

Selma Mujkic