Hverju þarf að huga að þegar kemur að fermingum?

0
134

Ráðlagt er að bjóða gestum tímanlega í ferminguna svo þeir geti skipulagt sig, þá þarf að gera upp við sig hvort bjóða eigi með boðskortum eða með því að útbúa facbook viðburð. Það er hægt að gera bæði, sem hentar þá jafnvel breiðum hóp af gestum. Sumum finnst betra að fá facbook boð á meðan öðrum þykir betra að fá boð í pósti. Hárgreiðslutímann er einnig gott að bóka tímanlega ef það á að nýta sér slíka þjónustu, ég mæli svo með að bóka fyrir mömmuna í greiðslu í leiðinni. Ég hafði þann háttinn á að leyfa fermingarbarninu að ráða hvað því langaði að bjóða uppá í sinni veislu. Á að vera kökuveisla, kjöt, fiskur eða súpa og brauð? Þegar fermingarbarnið hefur gert upp hug sinn þá er hægt að skipuleggja í kringum það. Við höfum verið með allar tegundir af mat í veislum hjá einu barnanna var meira að segja hakk og spaghettí einu sinni í boði ásamt öðru. En ef það er ekki kökuveisla þá finnst mér að það verði samt að vera eitthvað sætt með kaffinu og er það reyndar fastur liður í fermingum hjá minni fjölskyldu að boðið HVERJU ÞARF AÐ HUGA AÐ ÞEGAR KEMUR AÐ FERMINGUM? er upp á kransaköku sem að er bökuð af ömmu og móðursystur minni. Ef það á að vera kökuveisla er hægt að byrja að baka snemma og setja í frost og flýta þannig heilmikið fyrir. Síðan eru nokkrir aðilar á Höfn sem taka að sér að gera góðar og fallegar kökur. Ef að matarveisla er fyrir valinu þá er einnig hægt að byrja snemma að viða að sér aðföngum og margt hægt að forelda. Það eru margir góðir kokkar í sveitarfélaginu okkar ef að fólk vill nýta sér þjónustu þeirra. Ef það á að bjóða upp á ístertu þarf að panta hana tímanlega og passa að vera með gott frystipláss fyrir hana fram að veisludeginum. Einnig eru frábærir veitingastaðir og hótel á Höfn og í nágrenni sem að taka að sér að sjá um slíkar veislur og gera það vel. Það getur verið gott að vera búin að semja við einhvern til að aðstoða í veislunni við að taka af borðum og setja í vél og þess háttar svo að allir í fjölskyldunni geti notið dagsins. Það þarf að vera fyrirvari á öllu sem á að vera sérmerkt eins og t.d kerti, servíettur, sálmabók, gestabók og allskonar skraut. Það fæst t.d margt fallegt hjá nunnunum í Hafnarfirði (karmel.is) Fermingarbarnið þarf að gera upp við sig hvort það ætli að vera með litaþema eða ekki og finna rétta litinn ef að slíkt verður fyrir valinu. Fermingarfötin eru eitthvað sem þarf að velta fyrir sér en það er ekkert betra að gera það snemma, því þetta eru jú einstaklingar í vexti. Gott er að punkta niður hvernig allt var og hvað mætti vera betra ef að börnin eru fleiri en eitt og svo nokkrum árum seinna fara að tikka inn stúdentarnir og þá kanntu þetta bara allt en þær veislur eru nú oftast smærri í sniðum. Þetta eru skemmtilegir og eftirminnilegir dagar sem á að njóta í botn með ættingjum og vinum. Að lokum er auðvitað nauðsynlegt að eiga myndir frá þessum dögum og eru nokkrir góðir áhugaljósmyndarar á Höfn.