Hvatning til hreyfingar fyrir alla bæjarbúa

0
1308

Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 6.-26. maí nk. Þótt verkefnið heiti Hjólað í vinnuna viljum við hvetja alla bæjarbúa til að fá sér hjólatúr helst daglega, því hjólreiðar er frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Það er alveg hægt að vera með án þess að skrá sig til keppni.
Þeir vinnustaðir sem vilja taka þátt í keppninni er bent á að skrá starfsmenn sína inn á hjoladivinnuna.is. Gaman væri og hvetjandi fyrir alla að sem flest fyrirtæki á Höfn sæju sér fært um að taka þátt í keppninni.
Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman, en auðvitað á sama tíma að virða 2 metra fjarlægðarmörkin. Útfærslan er einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með öðrum virkum hætti þá vegalengd er samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla til og frá vinnu.
Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti.