Hrafnavellir Guesthouse

0
2303

Um síðustu helgi opnaði gististaðurinn Hrafnavellir Guest House með þessu dásamlega útsýni yfir sléttuna vestan til í Lóninu. Eigendurnir Unnsteinn Steindórsson og Sigurjón Steindórsson og fjölskylda eru að vonum ánægð enda mikil vinna og tími farið í uppbygginguna. Þar með hefur bæst við gistiflóruna austan við Höfn. Gistihúsin eru 7 talsins, svo kölluð Jöklahús og 1 þjónustuhús sem er samsett úr fjórum gistihúsum. Morgunverður er innifalinn í gistingunni. Eigendur þakka öllum þeim sem litu inn um helgina fyrir komuna, iðnaðarmönnum fyrir þeirra frábæra verk og öðrum sem að verkinu komu á einn eða annan hátt. Sérstakar þakkir fá fjölskylda og vinir sem lögðu hönd á plóg, þvílíkt bakland er ómetanlegt og aldrei full þakkað.