Hópferð til Færeyja

0
572
Risinn og kerling hans við Færeyjar. Sagan segir að þau hafi gefist upp við að draga Færeyjar til Íslands og orðið að steini.

Félag eldri Hornfirðinga er að skipuleggja ferð til Færeyja næsta vor. Farið verður með Norrænu frá Seyðisfirði miðvikudaginn 18. maí 2022 ef næg þátttaka fæst.
Komið verður til Þórshafnar þann 19. maí og gist á fjögurra stjörnu hóteli, Hótel Brandan, í fjórar nætur. Farið verður í tvær dagsferðir með leiðsögn og innifalinn er hádegisverður. Skoðaðir nokkrir af fallegustu og sérstæðustu stöðum Færeyja. Einn dagurinn verður frjáls en þeir sem það vilja geta farið í leiðsagða gönguferð um Þórshöfn og skoðað merka staði eins og Tingnes og Skansinn.
Brottför frá Þórshöfn verður þann 23. maí og komið til Seyðisfjarðar að morgni 24. maí
Verðinu er stillt í hóf, en mun líka ráðast af hvernig þátttakan verður.
Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá Hafdísi í síma 866-0050 eða Eiríki í síma 659-1474.
Boðað verður til kynningarfundar um ferðina og verður þá haft samband við þá sem hafa skráð sig.