Laugardaginn 14. maí næstkomandi, kl. 15:00, verður viðburðurinn Harmsaga um hest haldin í Svavarssafni. Ljósmyndasýning Hlyns Pálmasonar verður skoðuð í bókmenntalegu samhengi og hvernig hún kallast á við frásögn Þórbergs Þórðarsonar af hestinum Jarpi í fyrsta bindi Suðursveitabóka hans. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um söguna og tengja við verk Hlyns, og að lokum verður endað á upplestri. Þetta er síðasta tækifæri til að sjá sýninguna áður en hún verður tekin niður, en allir eru að sjálfsögðu velkomnir.