Hljómsveit Hauks leggur á Hafið!

0
651

Laugardaginn 20. nóvember kemur hljómsveit Hauks saman á balli á HAFINU og setur punktinn yfir i-ið eftir langan starfsferil á Hornafirði og víðar. Hljómsveitin hefur spilað saman í nærri 40 ár með sömu hljóðfæraleikurum og söngvurum. Við þetta tækifæri mæta um borð: Bjartur Logi, Bragi Karls. ,Gunnlaugur Sig. ,Haukur, Jóhann M. ,Sigríður Sif og Þórdís. Það verður því ekkert logn á Hafinu þetta kvöld. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta á þetta lokaball í góðu stuði. Hljómsveitin mun rifja upp gömlu góðu stuðlögin! Fylgist með auglýsingum í Eystrahorni og á facebook. Hlökkum til að skemmta ykkur.

Hljómsveit Hauks!
p.s. Fröken Rabbarbara Rúna er væntanleg!