Háskólanemar á Höfn

0
532

Í Nýheimum er boðið uppá námsaðstöðu fyrir alla háskólanema.
Á Austurgangi eru lesbásar fyrir átta manns, setustofa geymsluskápar og einnig er hægt að fá aðgang að fjarfundastofu. Á Vesturgangi er kaffistofa starfsmanna sem er einnig aðgengileg námsmönnum og á Nýtorgi er mötuneyti FAS þar sem hægt er að kaupa hafragraut á morgnanna og heitan mat í hádeginu. Á bókasafninu má fá aðstoð við öflun heimilda, millisafnalán og útprentun og ljósritun gegn vægu gjaldi. Þráðlaust net er í öllu húsinu.
Öllum háskólanemum er velkomið að nýta sér námsaðstöðuna þeim að kostnaðarlausu á opnunartíma hússins en auk þess er nemum boðið að fá lykil gegn tryggingargjaldi og hafa þá aðgang að húsinu alla daga milli kl.7:00 og 23:00.
Gjaldtaka vegna umsjónar Nýheima þekkingarseturs við fjarpróf háskóla er óbreytt 4.000 kr. fyrir hvert próf, þó að hámarki 16.000 kr. á önn fyrir hvern nema. Mikilvægt er að nemendur skrái sig til fjarprófs hjá sínum skóla. Umsjón með þjónustu við háskólanema hefur Kristín Vala Þrastardóttir sem tekur vel á móti öllum á skrifstofu sinni á Vesturgangi og svarar fyrirspurnum gegnum tölvupóst á kristinvala@nyheimar.is.