Góð gjöf frá Lionsklúbbi Hornafjarðar

0
702

Lionsklúbbur Hornafjarðar færði hjúkrunarheimilinu Skjólgarði góða gjöf þriðjudaginn 16. mars síðastliðinn er Lionsmenn afhentu Jóhönnu Sigríði Sveinsdóttur, hjúkrunarstjóra Skjólgarðs, 6 Samsung spjaldtölvur með hulstrum.
“Þetta mun koma sér vel í að efla gæði þjónustunnar sem við veitum, afþreyingu fyrir heimilismenn en ekki síður tengingu við aðstandendur sem búa fjarri Hornafirði.” segir Jóhanna.
Skjólgarður þakkar Lionsklúbbi Hornafjarðar kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.