Gleði, gleði, gleði…….gjafar!

0
1104

Á þessum tíma ársins hefja félög hin ýmsu og kórar vetrarstarf sitt. Gleðigjafar, kór eldri borgara er þar á meðal. Kórastarfið er skemmtun hin mesta,
félagslega séð, líkamlega og sálarlega. Inngönguskilyrði eru ekki flókin, eingöngu að hafa gaman af að syngja og vera innan um aðra slíka. Það er útbreiddur misskilningur að fólk verði að vera fantaflottir söngvarar til að syngja í kór. Ef svo væri, væri kóraflóra Íslands ansi fátækleg. Eðli málsins samkvæmt þurfum við endurnýjun í kóra eldri borgara, það er einfaldlega þannig. Þessvegna hvet ég alla þá sem hafa gaman af að syngja að koma og syngja með okkur, Gleðigjöfum. Æfingar eru á þriðjudögum klukkan 19:00 til kl. 20:00 . Verið hjartanlega velkomin, karlar og konur.

Fh. Gleðigjafa, Guðlaug Hestnes.