Föstudaginn 10. janúar var opnuð glæsileg ljósmyndasýning dr. Lilju Jóhannesdóttur: Tjarnarsýn.
Sýningin er á vegum Náttúrustofu Suðausturlands og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og er sýningin á bókasafninu í Nýheimum.
Myndirnar á sýningunni eru teknar samhliða rannsókn Náttúrustofu á fuglalífi í og við tjarnir í sveitarfélaginu og eru allar teknar með flygildi. Einnig var hægt að sjá þau áhöld tól og tæki sem Lilja notar við rannsóknir sínar.Fjöldi gesta leit við og stemmning var prýðileg eins sjá má. Sýningin mun standa í nokkrar vikur til og hvetjum við lesendur að kíkja við á bókasafninu og sjá sýninguna en myndirnar eru til sölu fyrir áhugasama.