Ragnar Arason frá Borg í Mýrum
Á Höfn er maður nokkur,- maður sem vert er að kynna fyrir lesendum Eystrahorns. Það finnst mér allavega, og hvað gerir forvitin kona þá í stöðunni? Nú, hún bankar á dyr og lætur bjóða sér í kaffispjall. Maðurinn er hæglátur, kurteis, afar brosmildur og stutt er í glettnina. Með þetta í farteskinu vissi ég að það væri óhætt að...
Fjallamennskunám FAS
Fjallamennskunám FAS hefur verið í fullum gangi það sem af er vetri og hafa nemendur tekið þátt í sex verklegum námskeiðum á vegum skólans auk þess að sinna öðrum áföngum námsbrautarinnar sem kenndir eru í fjarkennslu. Tólf nemendur eru skráðir í einn eða fleiri áfanga fjallamennskunámsins þennan veturinn og þar af eru sjö í fullu námi.
Á þessari önn voru...
Balkan kvöld á Hafinu
Laugardaginn 8. desember buðu íbúar Hafnar frá Balkanskaganum öllum íbúum sveitarfélagsins í partý á Hafið. Nikolina Tintor ein af skipuleggjendunum segir að með viðburðinum hafi þau viljað skapa vettvang fyrir íbúa til að hittast og leyfa fólki að upplifa skemmtun með tónlist frá Balkanskaganum. Hún segir viðburðinn hafa tekist ótrúlega vel og vonum framar, mætingin hafi verið góð og...
Dagur Íslenskrar tungu
Þann 16. nóv. sl. á degi íslenskrar tungu fékk mennta- og menningarráðuneytið Hornfirðinga til að hýsa hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti sveitarfélagið ásamt föruneyti úr ráðuneytinu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þau kynntu sér starfsemi mennta- og menningarstofnana á Höfn, í Nýheimum og Gömlu búð og fræddust um sögu sveitarfélagsins. Lilja gaf...
Jöklamælingar FAS á Heinabergsjökli
Síðastliðin 27 ár hefur Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu sinnt rannsókn þar sem kannaðar hafa verið breytingar á ástandi Heinabergsjökuls frá ári til árs.
Áfanginn INGA1NR05 – Inngangur að náttúru – og raunvísindum tók að sér að rannsaka Heinabergsjökul í ár, og var það þeirra framlag til Vísindadaga skólans. Vísindadagar, sem eru nýafstaðnir, felast í því að brjóta kennsluna upp...