GróLind – Kynningar- og samráðsfundir
Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Dagleg umsjón verkefnisins er í höndum Landgræðslunnar en einnig er starfandi fimm manna faghópur...
Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkveitingar
Föstudaginn 8. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins í Nýheimum. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru
styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði.
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hennar mikilvægi þess að koma saman og fagna fjölbreyttri...
Verksmiðjan 2019
Í síðustu viku kom tónlistarmaðurinn Daði Freyr á Höfn ásamt myndatökumanni sjónvarps að taka upp innslög fyrir sjónvarpsþáttinn Verksmiðjan 2019. Í þættinum er ungt fólk hvatt til þess að hanna og fylgja eftir hugmyndum sínum í hönnunarkeppni. Þátturinn fjallar einnig um iðngreinar og nýsköpun. Í kjölfar þess að Fab Lab smiðjurnar á Íslandi urðu samstarfsaðilar RÚV í þessari þáttagerð,...
Flugsamgöngur til Hornafjarðar nauðsynlegar samfélaginu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið lagði fram drög að stefnu um almenningssamgöngur í síðustu viku. Markmið stefnunnar er að stuðla að samþættu kerfi almenningssamganga á sjó, landi og lofti. Samhliða því var unnin góð greinargerð á almenningssamgöngum. Í greinargerðinni kemur fram að flugleiðin frá Reykjavík til Hafnar er styrkt af ríkinu um 100 milljónir á ári. Einnig er gerð greining á...
Áramótapistill bæjarstjóra
Ég vil óska öllum Hornfirðingum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er liðið.
Það má segja að árið hafi verið viðburðaríkt og hafði í för með sér töluverðar breytingar fyrir mig persónulega að taka við starfi bæjarstjóra síðastliðið haust. Ég vil nú nota tækifærið og þakka fyrir það tækifæri og að mér sé treyst fyrir þessari mikilvægu stöðu.
Árið...