Humarhátíð 2019 – hátíðin okkar allra!
Nú hefur Humarhátíðarnefnd 2019 formlega tekið til starfa en hana skipa fulltrúar nefndarinnar frá í fyrra með smá afföllum. Stefnum við að góðri hátíð með sama sniði og í fyrra en það er ekki hægt að gera án ykkar, kæru Hornfirðingar. Viljum við helst hafa heimamenn í hverju horni, hvort sem er á sviði, í matsölu, með uppákomur, gæslu,...
10 ára afmæli Sundlaugar Hafnar
Sundlaug Hafnar fagnar 10 ára afmæli sínu á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Viljum við, starfsmenn sundlaugarinnar, bjóða bæjarbúum, nærsveitungum og að sjálfsögðu ferðamönnum í afmælisveislu til að marka þessi tímamót. Afmælisveislan byrjar kl. 10:00 fimmtudaginn 25. apríl og stendur til kl. 17:00. Allir fá frítt í sund þar sem gestum er boðið uppá kaffi og köku og djús fyrir...
Hvað er Kiwanis ?
Oft erum við spurðir hvað Kiwanis er.
Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa það að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna.
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir....
Fulltrúar FAS í skosku hálöndunum
Í síðustu viku lögðu þrír fulltrúar frá FAS land undir fót og héldu í fimm daga ferð til Fort William í skosku hálöndunum, til að taka þátt í námskeiði. Þetta voru þau Sigurður Ragnarsson og Hulda Laxdal Hauksdóttir kennarar og leiðsögumenn og Sólveig Sveinbjörnsdóttir leiðsögumaður.
Námskeiðið var haldið á vegum ADVENT menntaverkefnisins sem FAS er í ásamt Ríki Vatnajökuls, Rannsóknarsetri...
Góðir grannar heimsækja FAS
Í síðustu viku voru staddir hér á Höfn tæplega 50 manns frá samstarfsskóla FAS í Nordplus verkefni sem hefur verið í gangi í vetur. Verkefnið ber á íslensku yfirskriftina Góður granni er gulli betri og er þar verið að vísa til samskipta Íslands og Danmerkur í gegnum tíðina. Fyrir áramót var aðal áherslan lögð á að skoða tengsl þjóðanna...