Römpum upp Ísland á Höfn
Þann 9. júní samþykkti bæjarráð að veita verkefninu Römpum upp Ísland 400.000 kr styrk, en verkefnið er átaksverkefni sem felst í að setja rampa fyrir hjólastóla á 1.000 staði á Íslandi. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins....
Vortónleikar karlakórsins Jökulls
Við erum hér í jöklanna skjóli og búum við þau forréttindi að vera umlukin náttúrufegurð hvert sem augað eygir. Náttúran færir okkur aukinn kraft og er okkur hvatning til að gera betur í dag en í gær. Listamenn nútímans sem og til forna hafa notað umhverfið til listsköpunnar, hvort sem þeir hafa málað á striga, tekið á...
Vilt þú taka við Eystrahorni?
Eftir lærdómsríkt og mjög skemmtilegt ár sem ritstjóri Eystrahorns hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verkefnum. Þakklæti er mér efst í huga eftir árið, það var dýrmætt að finna fyrir stuðningi samfélagsins og góðum móttökum hvert sem tilefnið hefur verið.Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum sem hafa komið að blaðinu með einum eða...
GALLERÍ GOLF OPNAÐ Á SILFURNESVELLI
Kristín Jónsdóttir hefur tekið við golfskálanum þar sem hún rekur kaffihúsið Gallerí Golf. Þau opnuðu formlega 1.maí með golfmóti sem var vel sótt og vel lukkað. Kristín segist hafa hugsað lengi um að opna kaffihús og lét loksins slag standa. Hún hefur langa og mikla reynslu af því að starfa í matargerð en aldrei verið með rekstur...
Vorhátíð FAS
Þann 9. maí síðastliðinn opnaði Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu dyrnar fyrir Hornfirðingum og bauð til Vorhátíðar. Til sýnis á hátíðinni voru verkefni nemenda sem unnin voru á liðnu skólaári og var þeim raðað eftir áföngum inn í skólastofur. Gátu þá gestir gengið á milli stofa og virt fyrir sér afrakstur skólaársins í máli og myndum