Sterkasta kona Íslands
Keppnin Sterkasta kona Íslands fór fram laugardaginn 15. ágúst sl. á Akureyri í blíðskapar veðri. Samtals voru 9 keppendur og keppt var í opnum flokki og undir 82kg flokki. Keppt var við húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar. Dómarar voru Kristján Sindri Níelsson og Ingibjörg Óladóttir. Keppt var í 5 greinum, loggur, réttstöðulyftu á tíma 60sek, grindarburði 160kg og 180kg,...
Matur, bjór og leir
Eystrahorn hafði samband við það kraftmikla unga fólk sem stendur að veitingastaðnum og leirvinnustofunni ÚPS en þau eru í óða önn að leggja lokahönd á staðinn og vonast til að geta opnað dyr sínar fyrir Hornfirðingum og gestum á allra næstu dögum, við báðum þau um að segja okkur aðeins frá þessari hugmynd sinni.
Sindri Íslandsmeistarar í 2. deild
Það skalf allt og nötraði í íþróttahúsinu laugardaginn 14. apríl þegar meistaraflokkur karla í körfubolta háði úrslitaleik við sterkt lið KV frá Reykjavik. Troðfull stúka, trommur, tónlist, þriggja stiga körfur og troðslur var bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Lokatölur 82-77, stórkostlegur sextándi sigur í röð og með því komnir upp í 1. deild á næsta leiktímabili. Stjórn...
Útskrift frá FAS
Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 20 stúdentar, einn nemandi lauk námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi lauk A stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Aleksandra Wieslawa Ksepko, Arnar Ingi Jónsson, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Birkir Atli Einarsson, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Brandur Ingi Stefánsson,...
Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu
Þann 22. nóvember síðastliðin voru stofnuð Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu. Tilgangur samtakanna er að vera sameiginlegur vettvangur áhugasamra einstaklinga um umhverfisvænan lífstíl, minni neyslu og sóun, endurnýtingu, og nýsköpun. Samtökin hyggjast standa fyrir vitundarvakningu meðal almennings, jafningjafræðslu og viðburðum tengdum umhverfismálum í sveitarfélaginu.
Þrátt fyrir tilfærslu á tímasetningu og frekar slæmt veður var góð mæting. Um 30 manns komu og hlýddu á...