Starfsemi Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu
Starfstímabil þessarar stjórnar FASK var stutt eða tæpir fimm mánuðir, frá 3. september 2020 til 25. janúar 2021, en engu að síður viðburðaríkt tímabil. Núverandi stjórn var kosin á aðalfundi FASK 3. september 2020, í stjórn voru kosin Haukur Ingi Einarsson, Bergþóra Ágústsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Ágúst Elvarsson, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og til vara var Anna María Kristjánsdóttir...
Lokaverkefni í sjónlist
Þann 17. febrúar síðastliðinn var sett upp sýning tveggja nemenda við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í sjónlist en verkin voru unnin á síðastliðinni haustönn. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna og verða verkin til sýnis í anddyri bókasafnsins í Menningarmiðstöð Hornafjarðar í Nýheimum
Daníel Snær Garðarsson sýnir ljósmyndir af teikniæfingum en...
Bókakvöld á Hafinu
Soffía Auður annar af umræðustjórum bókakvöldsins
Tíðkast hefir að snarpar bókmenntaumræður fari fram að sófastæði bókasafns Hafnarbúa og eiga þar hlut að málum, oftar en önnur, sérlegur bókmenntafræðingur Nýheima, Soffía Auður Birgisdóttir og Barði Barðason sem er nýr rekstaraðili Hafsins ásamt Arndísi Láru Kolbrúnardóttur. Eru umræður þessar einkum takmarkaðar af opnunartíma safnsins og...
17. júní á Höfn
Dagskrá 17. júní á Höfn Dagskráin fer fram í Bárunni vegna veðurs
13:30 Blöðrusala í Bárunni (Víkurbraut 3) 13:45 Lúðrasveit Tónskólans 14:00 Blöðrusala Kynnir Tómas Nói Hauksson Nýstúdent - Tinna...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 12. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 27 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...